Jarðbundin nálgun í úrgangsmálum - með íbúa og umhverfi í forgangi
Jarðgerðarfélagið breytir lífrænum eldhúsúrgangi í auðlind með bokashi-jarðgerð. Við hjálpum heimilum og sveitarfélögum að innleiða hringrásarlausn á hagkvæman hátt sem skapar virði fyrir samfélag og nærumhverfi.
Bokashi jarðgerð
Bokashi er aðferð til að jarðgera lífrænt hráefni með gerjun í loftfirrtum aðstæðum. Gerjunerferlið er orkunýtið, fljótvirkt og umhverfisvænt sem gerir það einkum hentugt fyrir staðbundna meðhöndlun og nýtingu auðlindarinnar í nærumhverfinu.
Í samanburði við urðun getur bokashi dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um það sem nemur 99%. Aðferðin dregur einnig verulega úr útblæstri sé miðað við loftháða iðnaðarjarðgerð.
Sveitarfélög
Við hjálpum sveitarfélögum að innleiða hringrásarlausn á hagkvæman hátt sem skapar virði fyrir samfélag og nærumhverfi. Með miðlægri bokashi-jarðgerð drögum við úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda í öllum stigum endurvinnsluferlisins. Við setjum íbúa og upplifun í forgang með notendavænu flokkunarkerfi, sem skilar sér í hágæða jarðgerð og sjálfbærni til frambúðar.
Auðvelt fyrir íbúa
Flokkunarferlið hannað þannig að auðveldara að flokka rétt en að gera mistök.
Íbúar sleppa við leiðinda lykt, lekandi maíspoka, flugur og ferðum út með ruslið fækkar.
Auðlind fyrir nærumhverfið
Jarðgerðarfélagið skapar tækifæri fyrir sveitarfélög að fullvinna og nýta auðlindina í nærumhverfinu. Við drögum úr sóun og útblæstri allsstaðar í ferlinu; flokkun, söfnun, meðhöndlun og nýtingu.
Sjálfbærni til frambúðar
Við vitum að sjálfbærni endurvinnsluferla stendur og fellur með þáttöku íbúa.
Þess vegna leggjum við áherslu á góðanotendaupplifun, gæða búnað og vandaða og fjölbreytta upplýsingagjöf.
Vefverslun - Bokashi heimajarðgerð
Bokashi fötur
Allt sem þarf til að hefja Bokashi heimajarðgerð og snarlækka kolefnisspor heimilisins
11.995 kr
Heyrðu í okkur!
Samstarf og forvitni eru lykillinn að framtíðinni, ekki hika við að senda okkur línu!
Jarðgerðarfélagið ehf kt. 430220-0630 VSK númer: 140465