Sveitarfélög

Við vinnum að nýrri hringrásarlausn fyrir sveitarfélög til að fullvinna og nýta þá auðlind sem lífrænn heimilisúrgangur er. Bokashi jarðgerð býður upp á staðbundna meðhöndlun sem er orkunýtin, dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og býr til afurð sem nýta má til landgræðslu, skógræktar og endurheimt vistkerfa innan marka sveitarfélagsins.

Auk bokashi-meðhöndlunar á miðlægum stað innan sveitarfélags vinnum við með svokallaða uppstreymis-nálgun þar sem flokkun, eða öllu heldur söfnun á lífrænum hráefnum, er unnin á notendamiðaðan hátt í samvinnu við íbúa sveitarfélags. Þetta gerum við vegna þess að endurvinnsla er fyrst og fremst mannlegt ferli og nýtt viðhorf og venjur í heimilisflokkun þarfnast þess að við nálgumst fólk með samkennd og samvinnu að leiðarljósi.

Frá því um mitt sumar 2020 höfum við leitt tilraunaverkefni í samstarfi við Rangárvallasýslu og Landgræðsluna. Skýrsla um fyrsta fasa má nálgast hér á íslensku og ensku.

Fyrir frekari upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum upp á, endilega sendu okkur línu á info@jardgerd.is