Bokashi leiðarvísir / Bokashi how-to

By Jarðgerðarfélagið ~ jardgerd.is ~ instagram: Jardgerdarfelagid

Eitt orð áður en við byrjum: í þessum leiðarvísi notum við orðið hráefni fyrir það sem oft er kallað matarafgangar, skræl eða lífrænn úrgangur. Við gerum það vegna þess að um er að ræða verðmætt og næringarríkt hráefni sem margir hafa því miður misskilið sem úrgang í allt og langan tíma. Úrgangur er eitthvað sem mengar út frá sér, lyktar illa og almennt bara frekar óspennandi. En þegar við komum fram við lífrænan úrgang sem verðmætt hráefni opnast möguleikar til að nýta hann til góðs, svosem til bættrar jarðvegsheilsu, til ræktunar, til uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og svo mætti lengi telja.

A word before we begin: In this guide we use the word raw material for what is often called "food waste" or "organic waste." We do this because we view this "waste" as a valuable and nutritious raw material that, unfortunately, has historically been misunderstood as something unusable, like trash or refuse. "Waste" is something that pollutes, smells bad, and is generally unexciting. However! When we treat organic waste as a valuable raw material, we open up a great many doors for the "waste" to live a second, meaningful life as fertilizer. From there it can be used to improve soil health, increase agricultural productivity, re-establish vegetation, and restore degraded ecosystems.

Hvað er bokashi?

Bokashi er samvinnuverkefni milli þín og milljóna góðgerla, sem samanstanda af mjólkursýrugerlum, ljóstillífunarbakteríum, gersveppum og ígulgerlum. Markmið verkefnisins er að koma lífrænum hráefnum sem falla til heima við í farsælan og umhverfisvænan farveg. Þitt hlutverk felst í að tryggja að góðgerlunum líði vel og fái að "borða" - og í staðinn gerja þeir hráefnið og draga verulega úr kolefnislosun heimilisins.

Þetta er lítill leiðarvísir til að tryggja sem farsælasta samvinnu.

What is bokashi?

Bokashi is a collaborative project between you and millions of beneficial microorganisms consisting of lactic acid bacteria, photosynthetic bacteria, yeast, and actinomycetes. The goal of this collaboration is to collect and process organic raw materials at home in an efficient and environmentally friendly way, while simultaneously diverting these organic materials from landfills. Your role is to ensure that the beneficial microorganisms live comfortably and eat well — in exchange, they will break down and ferment the raw material, thereby reducing carbon emissions at home.

Here we provide a small guide to ensure the most successful collaboration possible.

Hverjar eru kjöraðstæður góðgerlanna?

(hvar er best að geyma tunnuna?)

Góðgerlarnir þrífast best í yfir 15°C og í loftfirrtum aðstæðum. Því er best að geyma bokashi tunnuna innandyra og passa að hún sé alltaf lokuð (þá kemur líka engin lykt, svo lokuð tunna er win-win fyrir þig og góðgerlana).

What are the ideal conditions for the beneficial microorganisms?

(where is the best place to store my bokashi bucket?)

The beneficial microorganisms thrive best above 15°C (60°F) and in anaerobic (zero-oxygen) conditions. Therefore, it is best to store your bokashi bucket indoors and make sure that it is always closed (this will also keep any weird smells from escaping — a win-win for both you and your microorganism teammates).

Hversu oft á ég að gefa góðgerlunum að borða?

(hversu oft fylli ég á tunnuna?)

Það er ágætis þumalputtaregla að fylla ekki á tunnuna oftar en einu sinni á dag (sú sem þetta ritar gerir það almennt á 2-3 daga fresti). Þú getur t.d. safnað hráefninu í skál eða lítið fat upp á eldhúsbekk yfir daginn, og svo bætt því í tunnuna á kvöldin.

Í hvert sinn sem bætt er á tunnuna dreifirðu smá góðgerlablöndu/örveruklíð (20-40ml) yfir hráefnið, og þjappar vel - það má gera með þjöppunni sem fylgir með, eða jafnvel bara höndunum. Sumir láta plastpoka liggja yfir innihaldi tunnunnar til að tryggja enn meiri loftfirrð - og þá er fínt að nýta hann til að þjappa með.

How often should I feed the microorganisms?

(how often do I fill the bucket?)

It's a good rule of thumb to not fill the bucket more than once a day(the person writing this does it every 2-3 days), so as to avoid letting too much air in. It may be helpful to collect your material in a small bin, bowl, or dish on the kitchen counter during the day, and add it to the bucket at night.

Each time you add to the bucket, you should spread a small amount of the beneficial microbial mixture (20-40 ml) over the raw material and press firmly by using either the provided compressor or by patting it down with your hands. Some people cover their buckets with plastic bags (to keep air out), which can also be used to compress the materials without getting your hands sticky.

Hvað þykir góðgerlunum gott að borða?

(hvað má ég setja í tunnuna?)

Það má setja svo gott sem allt í tunnuna. Þar með talið kjöt, fisk, sítrusávexti og kaffikorg. Ef þú vilt vera extra hjálpleg/ur við góðgerlana getur þú klippt eða skorið hráefnið smá niður áður en setur það í tunnuna, þá hafa góðgerlarnir meira yfirborð til að vinna með.

Það er hins vegar ekki æskilegt að setja mikinn vökva, stór bein eða mjög myglaðan mat í tunnuna.

What do the beneficial microbes like to eat?

(what can I put in the bucket?)

Yum! - Almost any organic material can be put in the bucket including meat, fish, citrus peels, and coffee grounds. If you want to be extra helpful for your microbial teammates, you can cut or break down the raw material before placing it in the bucket — this gives the microbes a large surface area to start snacking on, and will take less time to break down.

Yuck! - It is not advisable to put large amounts of liquid, large bones, or moldy food into the bucket.

Hvaða geri ég við vökvann sem góðgerlarnir gefa mér?

(aðeins um bokashi-vökvann)

Með tímanum fer að safnast saman vökvi í botninum á tunnunni. Það er gott að tappa af vökva á 2-3 daga fresti eftir að hann fer að myndast. Þetta er næringarríkur vökvi sem má blanda 1:200-1:100 við vatn og vökva heimilisplönturnar og garðinn með. Það er ögn meiri lykt af vökvanum og því ekki æskilegt að geyma hann, enda líka algjör óþarfi því þú munt fá meira en nóg af vökva með tímanum. Afgangsvökva má hella niður í niðurföllin á heimilinu, en sagan segir að góðgerlarnir eru ágætis píparar.

What should I do with the liquid that the microbes give me?

(all about the bokashi liquid — aka "bokashi juice," "bokashi tea," "leachate")

Because the bokashi environment is anaerobic, the water released from the raw material as it breaks down does not evaporate and instead pools as a liquid at the bottom of the barrel. It is a good idea to use the tap on your bucket and drain the liquid every 2-3 days. This liquid, or "leachate," is high in nutrients and can be used as a liquid fertilizer. It's very strong, so be sure to dilute it with water using a 1:100-200 ratio (1 part bokashi juice to 100-200 parts water). You can then use it to fertilize your house plants and garden. The liquid tends to have a stronger odor than the bokashi bucket on its own, so it is best to not let it sit around for too long or try to store it (also, you will get more than enough bokashi juice over time as you use your bucket, it will hardly be in scarce supply!). Residual liquid can be poured into drains at home.

Hvað tekur þetta samstarf við góðgerlana langan tíma?

(hvað eru bokashi-ferlið langt?)

Það tekur bara eins langan tíma og það tekur að fylla á tunnuna. Þegar hún er full leggur þú hana til hliðar í 2 vikur (í það minnsta, en má vera lengur) og fyllir næstu tunnu. Á þessum 2 vikum eru góðgerlarnir að gerja allt sem í tunnunni er.

Það er ágætt að taka fram að ásýnd hráefnisins hefur ekki breyst mikið eftir gerjun, enda hefst niðurbrotið á því ekki fyrr en út í jarðveg er komið. Þetta er smá eins og munurinn á gúrku (hráefnið fyrir gerjun) og súrri gúrku (hráefnið eftir gerjun).

Þá er kominn tími til að blanda gerjaða hráefninu við mold - en það er þar sem sjálf jarðgerðin (þegar lífræna hráefnið breytist í jarðveg) á sér stað. Þetta tekur mislangan tíma eftir því hvaða árstími er. Á sumrin getur það verið svo lítið sem tvær vikur þangað til jarðgerðin er tilbúin til nýtingar, en á veturnar tekur það lengri tíma.

Svo það má segja að bokashi-ferlið hefur 3 skref. Það fyrsta er að fylla á tunnuna, það næsta er að leggja hana til hliðar og leyfa góðgerlunum að gerja hráefnið og það þriðja er að blanda gerjaða hráefninu við mold.

How long does this collaboration take?

(how long is the bokashi process?)

The first step in the bokashi process only lasts for as long as it takes to fill the bucket. Once it's full (and the microbes have been added), you can set it aside for 2 weeks at minimum (though it can be kept for longer, as it is essentially pickled and shelf-stable) and begin filling the next bucket. During these 2+ weeks the beneficial microorganisms will be busy fermenting the raw material in the bucket.

It is important to note that, after fermentation, the appearance of the raw material will not have changed much. It is comparable to the difference between a cucumber (the raw material pre-fermentation) and a pickle (the raw material post-fermentation). Decomposition will not begin until the bokashi has been removed from its anaerobic environment and placed into the soil.

Next it is time to mix the fermented raw material with the soil, which is where the composting itself takes place. This will take different lengths of time, depending on the time of year. In summer the compost can be ready for use in as little as 2 weeks, though in winter it will take longer.

Hvað geri ég þegar góðgerlarnir eru búnir að gerja hráefnið?

Að gerjun lokinni er kominn tími til að blanda gerjaða hráefninu við jarðveg. Þetta má ýmist gera með því að grafa holu úti í garði (í smá fjarlægð frá plönturótum til að byrja með), eða blanda honum 50/50 við mold í kassa. Það er gott að búa til einskonar lagköku þegar gerjaða hráefninu og jarðvegi er blandað saman - enda elska allir lagkökur, bæði menn og mold.

Þess má þó geta að dýr, s.s. rottur, mýs, kettir og hundar sem eiga það til að flækjast um borg og bæi eru ekki spennt fyrir gerjaða hráefninu vegna þess hversu súrt það er. Svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að óboðnir gestir gæði sér á lagkökunni þinni.

What do I do once the microbes have fermented the raw material?

After fermentation it is time to mix the fermented raw material with the soil. This can be done by digging a hole in your garden (at a short distance from where your plants are), or by making a 50/50 mix with your garden soil in a box. When mixing, it is helpful to think of yourself making a layered caked with the fermented raw material and soil — everyone loves layer cakes, humans and soil alike.

Fortunately, animals and pests (e.g. cats, dogs, rats, and mice) that are prone to wander around cities and towns are not attracted to the fermented raw material because of how sour and acidic it is. So you do not have to worry about any uninvited guests trying to take a piece of your fancy layer cake!

Hvernig á þetta að lykta?

Lyktin fer vissulega eftir því hvaða hráefni fer í tunnuna, en almennt talað þá á lyktin að vera svolítið súr og minna jafnvel svolítið á lyktina af ediki. Ef hráefnið fer að lykta skringilega eða mjög illa er það líklega merki um að eitthvað skrítið sé á seyði - þá er þumalputtareglan ætíð að bæta bara svolítið meira af góðgerlum í tunnuna.

Lykt er vissulega smekksatriði en ef það er eitthvað sem ég hef lært um bokashi-jarðgerð síðustu tvö árin er að 1. ef allt er í góðu lagi í gerjuninni er lyktin alls ekki vond og 2. lyktin er alltaf betri ef maður er spenntur fyrir ferlinu og samvinnunni við blessaða góðgerlana

How does it smell?

Ultimately, the smell depends on which raw materials are going into the bucket. Generally speaking, it should smell a bit sour and reminiscent of vinegar. If the raw material starts to smell weird, rotten, or just plain bad it is likely a sign that something strange is going on in your bucket — in this case, adding a bit more of the beneficial microbes can help turn the rotting back over to fermenting.

Smell is subjective and a matter of personal taste, but over the years of bokashi composting we have learned that: 1) If the fermentation process has happened correctly the smell will not be bad, and 2) The smell is always better if you are excited about the process, excited about your collaboration with the microbes, and excited about using household raw materials to create fertilizer.

Vetrarjarðgerð

Á veturnar getur það reynst svolítið áskorun að blanda gerjaða hráefninu út í mold því jörðin er frosin mest allan tímann. Þá er gott ráð að blanda gerjaða hráefninu í kassa og nota mold sem ekki er frosin. Það er hægt að útvega sér ófrosinni mold í s.s. byko, garðheimum eða blómavali. En það má líka undirbúa komandi vetur og moka smá mold í poka að hausti og geyma inni í geymslu eða bílskúr þar til þú hyggst nýta hana.

Winter composting

During the winter it can be challenging to mix your fermented raw material into soil because the ground is often frozen. In this case, it is a good idea to mix your fermented product in a box and use [unfrozen] soil. You can find soil in hardware or gardening stores (such as BYKO) in the garden/lawn/flower section. If you're able to prepare ahead of the winter, you can also shovel some of your garden soil into a bag during the autumn and store it in a shed or garage until you plan to use it.

Read more: