Hvað er bokashi?

Hvað er bokashi?

Bokashi er aðferð til að jarðgera lífrænt hráefni með því að gerja það í loftfirrtum aðstæðum. Aðferðin var uppgötvuð af Dr. Teruo Higa árið 1980 og hefur síðan þá verið nýtt og þróuð með sérstakri áherslu á heimajarðgerð og landbúnað.

Það sem gerir bokashi að frábærum kosti í bæði meðhöndlun á lífrænu hráefni er hversu orkunýtið, fljótvirkt og umhverfisvænt ferlið er. Í samanburði við urðun getur bokashi dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um það sem nemur 99% og mun minna af koltvísýringi sleppur út í andrúmsloftið sé miðað við hefðbundna loftháða jarðgerð.

Jarðgerðarferlinu er hrint af stað með örverum sem blandað er við lífrænt hráefni og komið fyrir í loftfirrtum aðstæðum. Örverurnar eru blanda af mjólkursýrugerlum (lactic bacteria), ljóstillífunarbakteríum (photosynthetic bacteria), gersveppum (yeasts) og ígulgerlum (actinomycetes) og saman vinna þær það ótrúlega verk að gerja lífræna hráefnið. Á meðan á gerjun stendur er engin þörf á inngripum og þarfnast meðhöndlunarferlið því minniháttar landsvæðis og vinnslu sem gerir hana einkum orkunýtna.

Lítill útblástur hlýst frá bokashi jarðgerð og er það vegna þess að gerjunarferlið kæfir virkni sýkla og metanógena samtímis með því að auka aðgengi plantna að næringarefna. Þetta veldur því að næringarefni á borð við kolefni og nitur sleppa ekki út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings, metangass eða nituroxíðs . Að gerjun lokinni verður til hágæða næringarríkur lífrænn áburður sem nýta má til landgræðslu, ýmiskonar ræktunar og endurheimt vistkerfa