Um Jarðgerðarfélagið

Jarðgerðarfélagið er frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur með hringrásarlausnir í bokashi jarðgerð fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga.

Markmið okkar er að byggja upp hraust náttúruleg og samfélagsleg vistkerfi. Við nálgumst endurvinnslu og úrgangsmál með umhverfi, loftslag, fólk og samfélag í forgangi.

Þetta gerum við með því annars vegar að beina lífrænu hráefni úr urðun og yfir í staðbundna, hagkvæma og umhverfisvæna hringrás og nýtum afurðina sem til verður; næringarríkan lífrænan áburð, í landgræðslu og ýmiskonar ræktun. Hins vegar gerum við þetta með mannlegri og samfélagslegri nálgun notendamiðaðrar hönnunar. Flokkun og endurvinnsla er fyrst og fremst mannlegt ferli og nýtt viðhorf og venjur í heimilisflokkun þarfnast þess að við nálgumst fólk með samkennd og samvinnu að leiðarljósi.

Við vitum að sjálfbærni endurvinnsluferla stendur og fellur með þáttöku íbúa. Þess vegna setjum við upplifun íbúa í forgang

image

Björk Brynjarsdóttir

Framkvæmdastjóri // Samfélagshönnuður

Björk lauk námi við Kaospilot skólann í Danmörku árið 2018 og hefur síðan þá unnið sem teymisþjálfari, í þjónustu- og vinnustofuhönnun og ýmisskonar auðveldun og námskeiðshaldi. Björk brennur fyrir samvinnu og mannlegri nálgun þeirra áskoranna sem við stöndum frammi fyrir.

image

Julia Miriam Brenner

Rannsóknir og þróun // Jarðvegsfræðingur

Julia útskrifaðist með mastersgráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2016 þar sem hún rannsakaði áhrif lífræns áburðar í landgræðslu. Hún lauk rannsóknarstöðu við Oak Ridge National Laboratory í Tennessee í Bandaríkjunum árið 2020 þar sem hún rannsakaði hringrás næringarefna í regnskógar-vistkerfum. Julia hefur mikla ástríðu fyrir jarðvegheilsu, líffræðilegum fjölbreytileika og hringrásarkerfum.

image

image

image
image

image

image

image

image
image